Frá og með sumrinu 2025 munum við hjá fluguveidi.is nota AnglingIQ appið og vefsíðuna www.anglingiq.com til skráningar á öllum veiðitölum á okkar svæðum. Þetta einfaldar og flýtir fyrir skráningu veiði og tryggir að allar upplýsingar fari sjálfkrafa í veiðibók hvers veiðisvæðis í samræmi við reglur Fiskistofu.
Við hvetjum alla veiðimenn til að sækja appið eða nota vefinn og skrá veiðina jafnóðum.
Hvernig skrái ég veiði?
1. Sæktu appið eða farðu á vefinn
- iPhone / iPad: Leitaðu að AnglingIQ í App Store.
- Android: Leitaðu að AnglingIQ í Google Play Store.
- Eða farðu beint á www.anglingiq.com
2. Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang
- Þú getur stofnað aðgang með tölvupósti og lykilorði eða skráð þig inn með Google reikningi.
3. Veldu veiðisvæðið þitt
- Þegar þú hefur bókað veiði í gegnum fluguveidi.is fylgir veiðileyfinu skráningar hlekkur en þú getur einnig notað appið eða fundið veiðisvæðið sjálfur til þess að skrá veiði.
4. Skráðu veiðina
- Þegar veiðidegi lýkur skráir þú:
- Fjölda fiska
- Tegund (lax, bleikja, urriði o.s.frv.)
- Sleppt eða tekið
- Veiðisvæði / veiðistað
- Fluguna sem var notuð
5. Senda inn veiðiskýrslu
- Þegar allar upplýsingar eru skráðar velurðu „Senda inn“ og veiðiskýrslan fer sjálfkrafa til umsýslu aðila og í opinbera veiðibók svæðisins.
Af hverju er þetta mikilvægt?
- Veiðiskýrslur eru lagaskylda samkvæmt reglum Fiskistofu.
- Rétt og tímanleg skráning tryggir að gögn um veiði nýtist til vöktunar og verndar fiskistofna.
- Þú hjálpar til við að halda nákvæmri tölfræði fyrir svæðin og stuðlar að bættri veiðireynslu allra.
Þarftu aðstoð?
Ef þú lendir í vandræðum með að skrá veiði eða finna svæðið þitt, þá geturðu haft samband við okkur í gegnum tölvupóst á [email protected] eða í síma 449 9905.