Sumarið 2024 var æðislegt við Reykjadalsá. Þrátt fyrir rosalegt vatnsmagn í byrjun tímabils að sökum mikillar snjókomu rétt fyrir tímabil og aftur í byrjun júní, rættist úr þessu, það var frábært vatnsmagn í ánni eftir að hún fór að sjatna og út sumarið. þetta spilaði hlut í því að við fórum að sjá laxa svolítið fyrr en stundum áður. Veiðimenn settu í og misstu þó nokkra glænýja stórlaxa snemma í júní og þegar kom að byrjun júlí var komið þó nokkuð af laxi í ánna. Vatnsstaðan gerði það einnig að verkum að laxarnir syntu hratt upp ána og stoppuðu lítið í hægu djúpu hyljunum í neðri hluta árinnar og drifu sig upp í efri staðina.
Endurbætur á Veiðihúsinu Bollastaðir við Reykjadalsá
Veturinn 2023/2024 gerðum við upp veiðihúsið við Reykjadalsá, og breyttum húsinu í hlýlegt og þægilegt rými fyrir gestina okkar. Húsið er nú með nútímalegu útliti, en heldur samt ákveðnum rustískum sjarma, og býður upp á notalega dvöl eftir góðan veiði dag við ánna.
Fimm bestu laxa staðir í Reykjadalsá – Veiðisumarið 2024
Nokkrir lykil hyljir skáru sig úr. Víðines (hylur 77) reyndist vera sá aflahæsti, og hélt fultt af laxi, sérstaklega seinni hluta sumars, þar veiddust stórir fiskar, allt að 90 cm. Syðstalág (hylur 66) gaf einnig vel og hélt laxi út sumarið, margir fiskarnir sem veiddust þar voru í 70-75 cm flokkun.
Svartibakki (hylur 54) gaf flotta laxa, allt að 80 cm. Snorralaug (hylur 76) og Fjóspollur (hylur 53) voru einnig meðal fimm bestu staðanna, þar voru veiðimenn alltaf í góðum séns og fengust þar fiskar á bilinu 65 til 80 cm.
Nafn Hyls | Hylur | Fjöldi Veiddra Laxa |
Syðstalág | 66 | 12 |
Víðines | 77 | 12 |
Fjóspollur | 53 | 6 |
Svartibakki | 54 | 4 |
Kvíslastrengur | 73 | 4 |
Stærstu laxar sumarsins 2024 í Reykjadalsá
Veiðisumarið 2024 veiddust þó nokkrir laxar í stærri kantinum. Stærsti laxinn, 90 cm hrygna sem veiddist í Víðinesi og var stærsti laxinn á tímabilinu.
Einnig veiddust glæsilegir fiskar í kringum 80 cm í hyljum eins og Svartabakka, Syðstalág og Víðinesi.
Nafn Hyls | Hylur | Lengd Lax (cm) |
Víðines | 77 | 90 |
Víðines | 77 | 80 |
Svartibakki | 54 | 80 |
Syðstalág | 54 | 80 |
Víðines | 77 | 78 |
Spennandi fréttir: Endurkomur úr Broodstock 2025!
Okkur hlakkar mikið til næsta árs þar sem endurheimtur frá Broodstock verkefninu ættu að skila sér næsta sumar. Þetta verkefni miðar að því að styðja við laxa stofn árinnar sem var fyrir ekki svo löngu margfalt það sem hann er í dag eða um 900 laxar.
Silungsveiðin í Reykjadalsá 2024
Silungsveiðin í Reykjadalsá var frábær árið 2024, urriðinn var vel dreifður um alla á og oft til í að koma upp í yfirborðið þrátt fyrir kalt sumar. Auk þurrflugna voru púpur, soft hackle og straumflugur mjög árangursríkar. Meðal Stærðin fór upp um sentimeter frá síðustu árum, stærsti urriðinn sem veiddist þetta árið mældist 61 cm, og töluvert veiddist af fiskum í kringum 50cm.
Þrátt fyrir að megináherslan hafi verið á lax og urriða, þá komu nokkrar bleikjur á land í sumar sem skemmdi ekki fyrir, það er alltaf gaman að fá gott bland í poka.
Hvort sem það var spennan við að eltast við lax í efri hyljunum eða silungsveiðin um alla á, þá var veiðisumarið 2024 í Reykjadalsá frábært. Við hjá Fluguveiði.is viljum færa okkar innilegustu þakkir til allra þeirra veiðimanna sem veiddu Reykjadalsá þetta sumar og hlökkum til að sjá ykkur aftur árið 2025.