Skilmálar

Almennar upplýsingar um R&M ehf rekstraraðila fluguveidi.is

R&M ehf, Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri, Ísland, kt: 7105101560, netfang: [email protected]

Trúnaður og vernd persónuupplýsinga

Við heitum kaupanda fullum trúnaði varðandi upplýsingar er kaupandi gefur upp í tengslum við skráningu á vefnum sem og viðskipti. Þær upplýsingar munu ekki undir neinum kringumstæðum verða afhentar þriðja aðila.

Verð og fyrirvarar

Verð geta breyst án fyrirvara og eru uppgefin verð án virðisaukaskatts nema annað sé tilgreint (veiðileyfi eru ekki virðisaukaskattskyld). fluguveidi.is áskilur sér rétt til að afturkalla pöntun sé vara ranglega skráð á vefnum eða ef um tvíbókun er að ræða. Ef að um tvíbókun er að ræða, er seinni pöntunin afturkölluð.

Greiðslumáti

Greiða má fyrir veiðileyfi og þjónustu sem keypt eru á fluguveidi.is með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.

Skila- og endurgreiðsluréttur

Veiðileyfi og tengd þjónusta sem keypt er á fluguveidi.is fæst ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd. fluguveidi.is getur aðstoðað kaupanda við endursölu gegn þóknun geti kaupandi ekki nýtt sér veiðileyfið af einhverjum ástæðum.

Skilmálar og veiðireglur veiðisvæða

Við skráningu á pöntun skal kaupandi hafa kynnt sér skilmála og veiðireglur þess veiðisvæðis sem keypt er veiðileyfi á. Skilmálar og reglur geta verið mismunandi á milli veiðisvæði og geta verið breytilegir á milli ára.

Afhending og afhendingartími

Kvittun sem jafnframt er veiðileyfi er afgreidd með rafrænum hætti um leið og staðfesting berst frá kortagátt um greiðslu. Veiðileyfi eru send í tölvupósti á netfang kaupanda en kaupandi getur einnig nálgast keypt veiðileyfi undir sínum aðgangi á vefnum.

Endursala

Endursala veiðileyfa er ekki leyfileg nema með sérstöku samþykki hverju sinni. Keypt veiðileyfi gildir einungis fyrir kaupanda og samferðarfólk nema um annað sé samið við okkur eða söluaðila viðeigandi veiðisvæðis.

Tölvupóstar til okkar

Netfangið [email protected] heimilar þér að vera í beinu sambandi við okkur með spurningar sem upp kunna að koma. Við lesum öll skilaboð og gerum okkar besta til að svara þeim hratt og örugglega.

Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

ENGLISH

General information about R&M ehf the owner of fluguveidi.is

R&M ehf, Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri, Ísland, kt: 7105101560, email: [email protected]

Privacy and confidentiality

We will maintain privacy and confidentiality about all information provided by the buyer when using our site.

Price and price changes

Price can change without notice on our site. fluguveidi.is reserves the right to withdraw a fishing permit in the case of a wrong registration of price or other vital information or if there is by some means a double booking. In the case of a double booking, the later booking is withdrawn.

Payment methods

Fishing permits and related services can be bought on the site with a credit card (Mastercard/Visa) through a secure payment gateway provided by Valitor.

Return and refund

Fishing permits and related services that are sold on the site are non-returnable and non-refundable. fluguveidi.is can assist you in reselling or exchanging them if you can not use them for some reasons.

Terms and conditions of fishing areas

When buying a fishing permit the buyer should have acquainted themselves with the rules and the terms and conditions for that specific fishing area. Terms and conditions can be different between fishing areas and can change between seasons.

Delievery

Fishing permits are delivered electronically through email once we get a confirmation of a payment from the payment gateway. The buyer can also access them on the site when logged in.

Reselling fishing permits

Reselling fishing permits and related services is not permitted. Fishing permist that are bought are only valid for the buyer and his companions unless otherwise agreed upon.

Contact information

The email [email protected] provides you a way to contact us with any questions you might have.

Laws and venue

If a dispute is raised it will be handled by Héraðsdómur Norðurlands eystra.