Langavatn í Reykjahverfi

10 stanga silungsveiðisvæði, stórir urriðar og góð bleikju veiði!


Langavatn er í Reykjahverfi á milli Mývatns og Húsavíkur.  Í vatninu eru bæði urriði og bleikja og jafnvel stöku lax.   Langavatn er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal.  Úr vatninu rennur Mýrarkvísl niður í Laxá og þaðan til sjávar.  Í vatnið fellur svo Geitafellsá, en hún á svo upptök upptök sín í Kringluvatni. 


Veiðisvæðið:

Góð dorgveiði er í vatninu á veturna.

Leyfilegt er að veiða í öllu vatninu.


Veiðireglur:

Allt löglegt agn er leyft.

Leyfilegt er að hirða allan fisk sem veiðist en eru veiðimenn þó beðnir um að sleppa stórum urriðum.

Veiðitímabilið er 1. janúar til 31.  desember.

Daglegur veiðitími er 06:00-24:00


Veiðihús:

Möguleiki er á að fá gistingu á Langavatni Guesthouse sjá nánar hér http://www.langavatn.com/


Veiðitímabil:

Allt árið.


Annað:


Skilmálar:

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Vefsala

Myndir úr Langavatni