Brunná í Öxafirði (vorveiði)

2 stanga silungveiðisvæði stórir sjóbirtingar, urriðar og bleikjur!

Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga.


Veiðisvæðið:

Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli.


Veiðireglur:


Seldar eru 2 stangir, hálfan dag í senn.

Veiðitími 7-13 og 16-22

Fluga eingöngu

Sleppa þarf öllum fiski aftur í ánna


Veiðihús:

Veiðihúsið við Brunná  heitir Hvirfilvellir og fylgir það með hollum í vorveiðinni. Skildu þrif og uppábúið er í húsinu og kostar það 20.000 kr hverja dvöl.
Með góðu móti geta 6 til 8 manns gist í húsinu. Í húsinu eru 2 svefnherbergi. Í hverju herbergi fyrir sig er tvöfalt rúm, rúmgott svefnloft, salerni með sturtu og vaski, nútímalegt eldhús, borðstofa og stofa. Í eldhúsinu er að finna öll nútíma tæki til eldamennsku s.s. stóran ísskáp, frysti, örbylgjuofn, eldavél, bökunarofn, ristavél, kaffivél og hraðsuðuketil. Matardiskar, glös, bollar, hnífapör og eggjárn af ýmsum gerðum eru einnig til staðar.

Í húsinu er notalegur sófi, sófaborð, sjónvarp og geisladiskaspilari ásamt útvarpi. Á svefnloftinu eru tvö rúm. Sitt hvoru megin við rúmin eru 4 svefndýnur. Rúmgóður 120 fm. sólpallur er við húsið og er kjörið að nota hann til útiveru þegar vel viðrar. Jafnframt er stórt og öflugt gas grill að finna á sólpallinum sem og sólhúsgögn.

Frá Akureyri er ekið í austur í gegnum Húsavík, framhjá Ásbyrgi og yfir brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum.  Það eru í 5,5 km að malarvegi sem merktur er Hafrafellstunga – skömmu eftir Víðilund.  Sá vegur er ekinn í um 1,5 km og þá beygt til hægri og svo aftur til hægri við fyrsta afleggjara – 200 metrum síðar ætti veiðhúsið að blasa við.


Veiðitímabil:

Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 10. júní.


Annað:


Skilmálar:

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Laus veiðileyfi