Laxá í Aðaldal Jarlstaðir og Tjörn

Laxá í Aðaldal – Staðartorfa

3 stanga svæði með urriðaveiði á heimsmælikvarða og laxavon!


DCIM100MEDIADJI_0137.JPG

Laxá í Aðaldal er ein frjósamasta á landsins. Jarlstaðir og Tjörn samanstendur af veiðistöðum fyrir landi jarðanna Jarlsstaða,Hjarðarhaga og Tjarnar. Svæðið hefur í gegnum tíðina verið veitt sem laxveiðisvæði og eru sumir af þekktustu stórlaxastöðum Íslands á svæðinu (Breiðeyri,Dýjaveitur,Símastrengur). Með minnkandi laxveiði í Laxá hefur verið lögð rýkari áhersla á urriðaveiði síðustu 3 ár og hafa fleiri og fleiri nýjir urriðastaðir stimplað sig inn. Urriðaveiðin hefur gefið rígvæna urriða um og yfir 70cm ár hvert.

Veitt er á Vesturbakkanum og veiðistaðirnir eru mjög fjölbreyttir eða allt frá frábærum andstreymisstöðum með púpu (Efst í Höskuldsvík), stórri breiðu með stórum urriða (Jónsabreiða) í þurrflugu paradís (Neðst á svæðinu). Í laxinum er það sama, göngustaðir sem er alltaf þess virði að tjékka á (Spónhylur, Höskuldsvíkurbrot,Tvíhólmi), brot þar sem er alltaf fiskur (Dýjaveitur,Breiðeyrarbrot) eða hraðir strengir sem eru einsog hannaðir fyrir fluguveiði (Hrúteyjarkvísl,símastrengur). 

Breiðeyri, Syðsteyjarkvísl,Rauðhólsvík og allir hinir staðirnir eru svo glæsilegir staðir sem falla einhverstaðar á milli. 

Áin er mjög breið á þessum kafla svo að stórar einhendur og tvíhendur eru nauðsyn ef að þú ætar að veiða alla staðina en á sama tíma eru algengustu mistök veiðimanna á svæðinu að fara óvarlega og vaða út þegar að fiskurinn getur verið allveg við landið, t.d. Í Dýjaveitum, Hrúteyjarkvísl og Símastreng. 

Það er svo erfitt að finna staði með fallegri náttúru en Laxá í Aðaldal.


Veiðisvæðið:

Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli.


Veiðireglur:


Seldar eru 3 stangir, hálfan dag í senn.

7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.

Fluga eingöngu

Sleppa þarf öllum fiski á svæðinu.


Veiðihús:

Ekkert veiðihús er á svæðinu en veiðimönnum er bent á gistingu í nærliggjandi gistihúsum, Þinghúsinu, sími 464 3695, Gistihúsinu Brekku, sími 899 4218.

Veiðibók er á staðnum.


Veiðitímabil:

Veiðitímabil hefst 1. maí og því líkur 20. september.


Annað:


Skilmálar:

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.