
Laxá í Aðaldal – Presthvammur
2 stanga svæði með urriðaveiði á heimsmælikvarða og laxavon!
Presthvammur er austurbakki efsta hluta urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt urriða svæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.
Veiðisvæðið:
Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli.
Veiðireglur:
Seldar eru 2 stangir, hálfan dag í senn.
7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.
Fluga eingöngu
Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi.
Veiðihús:
Gisting í kofa með rennandi vatni og salerni er innifalin. Í kofanum eru áhöld þess að hita og neyta matar. Þar eru tvö rúm og hægt er að tjalda eða setja upp tjaldvagn innan girðingar við veiðikofann. Veiðimönnum er bent á gistingu í nærliggjandi gistihúsum, Þinghúsinu, sími 464 3695, Gistihúsinu Brekku, sími 899 4218 ef menn vilja hafa meiri þægindi.
Veiðibókin er á staðnum.
Veiðitímabil:
Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 20. september.
Annað:
Bátur er á svæðinu og skal það ítrekað að öll notkun hans er á ábyrgð veiðimanna sjálfra og eru menn beðnir um að fara gætilega við notkun hans. Þá skal það tekið fram að oft getur verið talsvert slýrek í ánni, sérstaklega síðsumars og þá verða steinar hálir og skyggni í vatninu slakt. Ástæða er til þess að biðja veiðimenn að fara varlega við slíkar aðstæður.
Skilmálar:
Skilmálar Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.