Reykjadalsá í Reykjadal

4 til 6 stanga urriða og laxveiðisvæði með stórlaxvon og frábærri urriðaveiði!


Reykjadalsá er ein af þverám Laxár í Aðaldal, liðast undurhæg niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni tengist hún svo Laxá um Eyvindarlækinn. Reykjadalsá er rómuð fyrir þurrfluguveiði en þar er einnig góð laxvon. Sú breyting er frá 2021 að Eyvindarlækur fylgir ekki með Reykjadalsá heldur er seldur sér.


Veiðisvæðið:

Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli.


Veiðireglur:

Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21. en einnig bjóðum við hollum að hafa frjálsan veiðitíma en þó aldrei lengur en 12 klst á dag.

Seldar eru 4 til 6 stangir á dag.

Eingöngu er veitt á flugu í Reykjadalsá.

Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.


Veiðihús:

Nýlegt veiðihús fylgir leyfum en greiða þarf fyrir uppábúið rúm og þrif.


Veiðitímabil:

Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 30. september.


Annað:

Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.

Árleg veiði síðustu ára hefur verið 20-70 laxar og um 1.500 urriðarar.

Veiðibók er í veiðihúsi.


Skilmálar:

Skilmálar Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.