Veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl

4 tveggja manna herbergi með sér baði og heitur pottur!


Veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið neðan við Þverá á vegi 8852. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi, úti er stór pallur og heitur pottur.

í húsinu eru grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og flest öll nútíma eldhústæki.

Það er gólfhiti í húsinu með sér stillingu fyrir hvert herbergi.


Herbergin:

Eru passlega stór með tvö einbreið rúm sem þó er hægt að setja saman, náttborð, töskuhilla, fatahengi og stóll.

Inn af herberginu er flísalagt baðherbergi með góðri sturtu.


Húsreglur:

Það er skyldu uppábúið og herbergjaþrif 12.500 kr á hvert herbergi. Húsgjaldið eru greidd við brottför.

Gestir bera sjálfir ábyrgð á að halda alrými (eldhúsi, stofu og forstofu) hreinu.

Mikilvægt er að tæma pott eftir notkun og festa lokið með strekkiböndum sem eru við pottinn.

Gestir verða að fjarlægja allt rusl og mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er staðsettur við húsið.

Leigusali áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif á húsi ef umgengni stenst ekki kröfur.


Tímabil:

Veiðihúsið er leigt út frá 1. Október til 1 Janúar.


Annað:


Skilmálar:

Ef veður aðstæður eru vafasamar á bókuðum dagsetningum bjóðum við uppá að færa yfir á aðra dagsetningu eða endurgreiðum gistinguna að fullu.