2 stanga silungsviðisvæði stórir urriðar og góð bleikju veiði!
Geitafellsá er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Áin rennur úr Kringluvatni í Langavatn. Góð urriða veiði getur verið í Geitafellsá allt tímabilið og leynast vænir fiskar inn á milli en það getur verið langt á milli þeirra. Þegar líða tekur á sumarið og Langavatn byrjar að hitna byrjar bleikjan að ganga upp ánna og þá er möguleiki á að lenda í mokveiði og er meðal stærð bleikjunnar frekar smá en þó veiðast alltaf stærri bleikjur inn á milli. Besta bleikjuveiðin er yfirleitt í júlí og ágúst. Á haustin getur einnig verið mjög áhugavert þegar urriðinn nálgast hrygningu og verður árásagjarn. Einnig er í rauninni ekkert sem stoppar laxinn sem gengur upp Mýrarkvísl frá því að halda áfram uppí Geitafellsá og hafa sést laxar þarna seinni part sumars en ekki er komin nægileg veiðireynsla til að segja til um það.
Veiðitímabil
Veiðitímabil hefst 1. apríl og því
líkur 20. september
Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá morgni til kvölds.
Möguleiki er á að fá gistingu á Geitafelli sjá nánar hér https://www.facebook.com/Geitafell-road-87-103918053588533/
Frjáls veiðitími er á svæðinu en þó aldrei meira en 12 klst á dag.
Seldar eru 2 stangir á dag.
Eingöngu er veitt á flugu í Geitafellsá.
Sleppa skal öllum laxi og urriða en heimilt að drepa bleikju.
Veiðisvæðið
Svæðið nær frá Kíslivegi og er Jafnframt efsti veiðistaður árinnar pollurinn neðan við Kísilveg.
Bókaðu veiðileyfi
- Fluguveidi.is
- Sími: +354-6601642
- Netfang: [email protected]
Tilrauna veiði
Geitafellsá hefur ekki verið veidd mikið síðustu ár en þó nóg til að vita að þar leynast bæði vænir urriðar ásamt bleikju í miklu magni þegar hún byrjar að ganga úr Langavatni. Það er mikilvægt að safna saman upplýsingum frá veiðimönnum til að gera sér grein fyrir veiðistöðum osfv og viljum við biðja veiðimenn að skrá veiði gaumgæfilega og helst senda okkur upplýsingar til að hjálpa okkur að kortleggja svæðið?