Mýrarkvísl í Reykjahverfi
4 stanga laxveiðisvæði með stórlaxvon og frábærri urriðaveiði!
Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Hún er rúmlega 25 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi.
Veiðisvæðið:
Svæði 1
1 stöng Veiðistaður 1. til 22.
Svæði 1. nær frá ósi Mýrarkvíslar við Laxá og að veiðistað nr. 22 (Skarði). Svæði 1. er frábært fluguveiðisvæði sem bæði heldur vænum urriða yfir allt tímabilið jafnt og að gefa töluvert af laxi sérstaklega á göngutíma frá 1. júlí til 15. ágúst.
Svæði 2
Svæði 2. nær frá veiðistað 22 til 32 og er erfiðara yfirferðar en hin svæðin þar sem áinn rennur í gili að hluta til en efri hluti svæðisins er mjög aðgengilegur. Þrátt fyrir að 2. svæði geti verið erfitt yfirferðar eru margir góðir veiðistaðir.
Svæði 3
2 stangir Veiðistaðir 37. til 42.
Svæði 3. er frá veiðistað 32.5 og upp að veiðistað 43. Svæðið er frábært fluguveiðisvæði sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá alveg frá því að lax er farinn að ganga.
Svæði 4
1 stöng Veiðistaður 43. til 54.
Svæði 4. er jafnframt efsta svæði árinnar og er sannkölluð fluguveiðiparadís sem heldur miklu magni af urriða á fyrri hluta tímabils ásamt því að gefa yfirleitt góða laxveiði frá miðjum júlí.
Veiðireglur:
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 16 til 21.
Seldar eru 4 stangir á dag.
Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.
Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.
Veiðihús:
Veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl
4 tveggja manna herbergi með sér baði og heitur pottur!
Veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið neðan við Þverá á vegi 8852. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi, úti er stór pallur og heitur pottur.
í húsinu eru grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og flest öll nútíma eldhústæki.
Það er gólfhiti í húsinu með sér stillingu fyrir hvert herbergi.
Herbergin:
Eru passlega stór með tvö einbreið rúm sem þó er hægt að setja saman, náttborð, töskuhilla, fatahengi og stóll.
Inn af herberginu er flísalagt baðherbergi með góðri sturtu.
Húsreglur:
Það er skildu uppábúið og herbergjaþrif 50.000 kr á hvern hóp. Húsgjaldið er greitt við brottför.
Gestir bera sjálfir ábyrgð á að halda alrými (eldhúsi, stofu og forstofu) hreinu.
Mikilvægt er að tæma pott eftir notkun og festa lokið með strekkiböndum sem eru við pottinn.
Gestir verða að fjarlægja allt rusl og mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er staðsettur við húsið.
Leigusali áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif á húsi ef umgengni stenst ekki kröfur.
Veiðitímabil:
Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 20. september.
Annað:
Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.
Árleg veiði síðustu ára hefur verið 80-283 laxar og um 500 urriðarar.
Veiðibók er í veiðihúsi.
Bætt Aðgengi Og Lagfæringar Á Veiðistöðum
Frá árinu 2014 höfum við lagað mikið af veiðistöðum sem höfðu fyllst af möl og grjóti og hefur það gefið góða raun. Síðustu ár hefur allt að 75% veiðinnar komið úr veiðistöðum sem hafa verið lagfærðir. Einnig hefur stór hluti veiðislóðans verið lagfærður og göngubrú smíðuð sem auðveldar aðgengi í marga veiðistaði í gilinu.
Skilmálar:
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.