Reykjadalsá í Reykjadal
4 stanga urriða og laxveiðisvæði með stórlaxavon og frábærri urriðaveiði!
Reykjadalsá er ein af þverám Laxár í Aðaldal, liðast undurhæg niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni tengist hún svo Laxá um Eyvindarlækinn. Reykjadalsá er rómuð fyrir þurrfluguveiði en þar er einnig góð laxvon. Sú breyting er frá 2021 að Eyvindarlækur fylgir ekki með Reykjadalsá heldur er seldur sér.
Veiðisvæðið:
Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli.
Veiðireglur:
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21. en einnig bjóðum við hollum að hafa frjálsan veiðitíma en þó aldrei lengur en 12 klst á dag.
Seldar eru 4 stangir á dag.
Eingöngu er veitt á flugu í Reykjadalsá.
Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.
Veiðihús:
Veiðihúsið Bollastaðir við Reykjadalsá
4 tveggja manna herbergi með sér baði og heitur pottur!
Veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið rétt sunnan við laugar. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi, úti er stór pallur og heitur pottur.
í húsinu eru grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og flest öll nútíma eldhústæki.
Það er gólfhiti í húsinu með sér stillingu fyrir hvert herbergi.
Herbergin:
Eru passlega stór með tvö einbreið rúm sem þó er hægt að setja saman, náttborð, töskuhilla, fatahengi og stóll.
Inn af herberginu er baðherbergi með góðri sturtu.
Húsreglur:
Það er skildu uppábúið og herbergjaþrif 50.000 kr á hvern hóp. Húsgjaldið er greitt við brottför.
Gestir bera sjálfir ábyrgð á að halda alrými (eldhúsi, stofu og forstofu) hreinu.
Mikilvægt er að tæma pott eftir notkun og festa lokið.
Gestir verða að fjarlægja allt rusl og mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er staðsettur við húsið.
Leigusali áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif á húsi ef umgengni stenst ekki kröfur.
Veiðitímabil:
Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 30. september.
Annað:
Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.
Árleg veiði síðustu ára hefur verið 20-70 laxar og um 1.500 urriðarar.
Rafræn veiðibók er í veiðihúsi.
Skilmálar:
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.