Þægilegt gisting í tvær nætur, ísdorg og sleðaferð inn á vatnið!


Dagskrá:

Dagur 1 – Komudagur.
Komið í veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl.

Dagur 2 – Veiðiferð frá 10:00 til 15:00.
Leiðsögumenn mæta í hús kl 09:30 og fara með hópinn á Langavatn, Kringluvatn eða Vestmannsvatn eftir aðstæðum. Leiðsögumenn nota vélsleða eða breytta jeppa til að ferja veiðimenn og búnað inná vatnið.

Dagur 3 – Við Mælum svo með að skella sér í Jarðböðin eða að skoða undur Mývatnssveitar, Dimmuborgir, Grjótagjá, Hverina við námafjall eða Skútustaðargígja áður en haldið er heim á leið.

Einnig er hægt að bóka vélsleðaferð á Mývatni, Hundasleðaferð í Reykjadal aukalega ef áhugi er fyrir því.

Hvað á að taka með í ísdorg:

Góða skó sem henta í kulda og útiföt sem henta fyrir kalt veður. Vettlingar, húfur og sólgleraugu. Mikilvægt er að vera með gott nesti.

Við útvegum hjálma fyrir sleðaferð inn á vatnið.


Gistingin:

4 tveggja manna herbergi – 5 baðherbergi – Heitur pottur – Grill

Herbergin eru passlega stór með tvö einbreið rúm sem þó er hægt að setja saman, náttborð, töskuhilla, fatahengi og stóll.

Inn af hverju herberginu er flísalagt baðherbergi með góðri sturtu.

Stofa og eldhús eru eitt stórt rými og í stofunni eru 2 leðursófar, borðstofuborð fyrir 8 manns. Eldhúsið er með öll nútíma þægindi, kæliskáp, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél.

Gólfhiti er í öllu húsinu.


Húsreglur:

Uppábúið og herbergja þrif eru innifalin í verðinu.

Gestir bera sjálfir ábyrgð á að halda eldhúsi og stofu hreinu.

Mikilvægt er að tæma pott eftir notkun og festa lokið með strekkiböndum sem eru við pottinn.

Gestir verða að fjarlægja allt rusl og mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er staðsettur við húsið.


Veiðihús:

Uppábúið rúm og herbergja þrif innifalið.


Tímabil:

Vetrarævintýri er í boði frá 1. Janúar til 31 Mars.


Innifalið í pakkaferð:

Gisting fyrir 8 manns í 2 nætur uppábúið og herbergja þrif.

Veiðileyfi fyrir 8 manns.

Veiðileiðsögn.

Veiðibúnaður.


Verð:

45.000 kr á mann lágmark 8 manns í hverri ferð.

Ef þinn hópur er færri en 8 endilega sendu okkur línu á [email protected] og við sendum þér tilboð fyrir hópinn þinn.

Auka nótt 7.500 kr á mann.

Skilmálar:

Ef veður aðstæður eru vafasamar á bókuðum dagsetningum bjóðum við uppá að færa yfir á aðra dagsetningu eða endurgreiða ferðina að fullu.