Laxá í Aðaldal samantekt 2022

Veiðin á urriðasvæðum Laxár í Aðaldal var virkilega góð í sumar líkt og síðustu sumur þar sem meðalþyng veiddra fiska var með besta móti. Nýtingin á svæðunum var með því besta sem við höfum séð til þessa en því miður vantar verulega enn uppá skráningu á veiddum fiskum. Nánast hver einasti skráði fiskur á svæðinu er skráður af leiðsögumönnum sem voru með viðskiptavini við veiðar en það er augljóst að veiðin var álíka góð hjá veiðimönnum sem voru sjálfir á svæðinu.