Laxveiðin í Mýrarkvísl 2022

Laxveiðin í Mýrarkvísl var ævintýraleg á köflum í sumar með góðum göngum á öllum stóru straumunum alveg frá miðjum júní. Lokatala var 272 laxar og 510 silungar og gerir það þetta besta laxveiðiár í Mýrarkvísl síðan 2006. Mikið er um endurbókanir veiðimanna en við erum að bjóða veiðimönnum að skrá sig á biðlista og munum við þá hafa samband eins og holl losna. Endilega sendið póst á [email protected] ef þið hafið áhuga á að tryggja ykkur holl næsta sumar.