Reykjadalsá kom vel út hjá okkur í sumar þar sem það var nóg vatn allt sumarið og jafnvel of mikið vatn á köflum. Veiðin endaði í 847 silungum og 38 löxum. Við heyrðum mikið af silungveiðimönnum sem voru að setja í laxa og missa þá og höfum við tilfinningu fyrir að það hafi verið umtalsvert meira af laxi í ánni en veiði gefur til kynna.