Ný heimasíða fluguveidi.is!

Ný heimasíða fluguveiði.is hefur verið tekin í notkun fyrir veiðisvæðin okkar og er hennar markmið að markaðsetja veiðileyfi til Íslendinga.

Við höfum bætt við okkur tveimur þremur veiðisvæðum frá 2020 en nýjustu veiðisvæðin í úrvalinu okkar eru Reykjadalsá í Reykjadal, Eyvindarlækur og Vestmannsvatn.

Í tilefni að opnun fluguveidi.is ætlum við að bjóða góða afslætti af veiðihollum 2021 ásamt því að vera með gjafaleik þar sem við munum draga út vinningshafa á tveggja vikna fresti fram að Jólum úr skráðum notendum á síðunni okkar.